
Verkefnasafnið er unnið með það í huga að það nýtist leikskólakennurum á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum og grunnskólakennurum yngstu bekkja í Stóru–Vogaskóla í Sveitarfélaginu Vogum. Þrátt fyrir það getur það einnig nýst leik- og grunnskólakennurum annars staðar á landinu, en í sumum hugmyndanna er vísað beint í staðbundna staðhætti.
Ef ætlunin er að prenta verkefnasafnið út er hægt að nálgast það á .pdf-formi með því að smella á myndina hér til hægri
Eftirfarandi listi er ekki tæmandi en í verkefnasafninu eru meðal annars hugmyndir að vinnu með eftirfarandi atriði:
- Hornsíli
- Umhverfi Vogatjarnar – umhverfið okkar
- Líkama fiska/dýra og manna
- Ólíkir einstaklingar
- Hlutverk kynjanna meðal dýra og manna
- Fjölskyldugerðir dýra
- Foreldrar – Fjölskyldur
- Hreiðurgerð
- Að stækka, vöxtur
- Fæða og fæðukeðjur
- Að nota víðsjá
- Hættur í umhverfinu
- Árstíðirnar og umhverfið
- Skapandi starf – Myndlist, leiklist tónlist, dans