
Ung börn eru oft mjög áhugasöm um smádýrin í umhverfinu. Þegar fylgst er með leikskólabörnum í útiveru að vori og hausti er ekki óalgengt að eitthvert barn sé upptekið af köngulóm, ánamöðkum eða lirfum hverskonar.
Þessi vefur er hluti af lokaverkefni mínu til B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Verkefnið saman stendur af barnabók sem fjallar um hornsíli og verkefnabanka þar sem í er að finna hugmyndir að vinnu með ungum börnum í tengslum við bókina.
Á vefnum er einnig að finna fræðilega greinargerð þar sem fjallað er um gildi náttúrunnar fyrir börn, náttúrufræðinám barna á leikskólastigi og notkun barnabóka.