26-6

Að stækka – Vöxtur

Hugmyndir að spurningum sem hægt væri að velta fyrir sér um það að stækka eru til dæmis spurningar eins og:

  • Hvernig stækkum við?
  • Hvað lætur okkur vaxa?
  • Hvað þurfum við til að vaxa?

 

Foreldrasamstarf

Fá börnin til að afla upplýsinga um hvað þau voru stór þegar þau fæddust og koma með í leikskólann. Síðan er hægt að skoða niðurstöðurnar með börnunum.

Mismunandi hlutverk foreldra meðal dýra og manna. Eiga öll dýr foreldra? Þurfa öll dýr á foreldrum sínum að halda þegar þau eru ung?