26-10

Umræður

Hvað vita börnin um tjarnir eða stöðuvötn? Hvaða tjarnir og/eða stöðuvötn þekkja börnin? Hvers konar lífríki er í og við þær tjarnir eða þau stöðuvötn sem þau þekkja?

Vettvangsferð

Hér er einnig hægt að fara í vettvangsferð að nálægri tjörn eða stöðuvatni í þeim tilgangi að skoða lífríkið. Þar er t.d. hægt að skoða fuglalíf eða gróður í umhverfi tjarnarinnar/stöðuvatnsins. Einnig mætti safna plöntum sem finnast í umhverfinu og fara með þær heim í leikskólann til nánari skoðunar og/eða greiningar. Þær er síðan hægt að pressa og þurrka og nota í ýmis skapandi verkefni.

Við Vogatjörn er bæði hægt að finna náttúrulegt og manngert umhverfi, en norðurbakki hennar er manngerður. Þannig væri hægt að fá börnin til að velta því fyrir sér hvað í umhverfinu er manngert og hvað ekki.

Í Sveitarfélaginu Vogum voru sett upp tvö fræðsluskilti í ágúst 2008. Skiltunum er ætlað að fræða gesti og gangandi um náttúru Vogafjöru annars vegar og Vogatjarnar hins vegar. Á þeim er mikið magn upplýsinga, auk ljósmynda af ýmsum tegundum plantna og dýra, svo sem fiskum, fuglum, spendýrum og skordýrum.

Skiltið um lífríki Vogatjarnar má finna á þessari vefslóð.

Á plöntuvef Námsgagnastofnunar er hægt að finna ýmsan fróðleik um plöntur í íslenskri náttúru.