26-7

 

Skoða smádýrin í víðsjá

Undirbúningur felst í því að útbúa „veiðigræjur“ sem hægt er að búa til á einfaldan hátt. Það fer svolítið eftir aðstæðum á hverjum stað en gott er að hafa langt prik, t.d. kústskaft. Þá er ílát fest á enda kústskaftsins/priksins sem heldur vatni. Einnig er gott að hafa með sér fötur, helst með loki, til að koma með „veiðina“ í leikskólann. Til dæmis er hægt að athuga hvort starfsfólkið í eldhúsinu eigi ekki eitthvað sem gæti hentað. Auðvitað má einnig nota háfa eða aðrar tilbúnar veiðigræjur.

Þegar komið er aftur heim í leikskólann er gott að skipta börnunum í tveggja til þriggja manna hópa (best að hafa tvö börn í hóp en hægt að hafa þrjú) sem fá að skoða vatnið/dýrin í víðsjá.

Einnig er hægt að vinna þetta þannig að kennarinn sýnir nokkrum börnum í einu hvað er að finna í vatninu, sérstaklega ef aðeins ein víðsjá er til í leikskólanum.

Hægt er að fá ágætar víðsjár, sérstaklega ætlaðar börnum, sem tengjast tölvu þar sem því sem skoða á er varpað beint á tölvuskjáinn. Með þessum víðsjám er oft einnig hægt að taka ljósmyndir og jafnvel myndbönd sem börnin geta þá skoðað aftur síðar.

Í tengslum við þessa opnu mætti einnig velta fyrir sér spurningum eins og:

  • Hvað borðum við?
  • Hvað éta önnur dýr, svo sem kindur, hestar, mýs?
  • Éta plöntur?
  • Hvaðan kemur maturinn okkar? Gaman getur verið að skoða þetta, t.d. út frá hádegismatnum?
  • Hver étur hvern? – Fá börnin til að ræða hvernig dýrin eru tengd gegnum fæðuna (fæðukeðjur).

 

Viðbótarefni:

Auðveldur tölvuleikur um fæðukeðjur, ætlaður ungum börnum: