26

Nauðsynlegt er að skapa umræðu með börnunum í þeim tilgangi að finna út hvað þau vita um hornsíli áður en bókin er lesin. Á fyrstu síðu bókarinnar er því gott að staldra við og ræða við börnin um hornsíli og fá þau til að segja frá því sem þau vita.

Hefur kannski eitthvert barnanna veitt hornsíli?

Kannski vita þau lítið eða ekki neitt um hornsíli. Vita þau að hornsíli er fiskur? Þekkja börnin einhverja aðra fiska?

Hvað éta hornsíli? Hvað éta fiskar?

Geta fiskar eins og hornsíli lifað án þess að vera í vatni?

Í framhaldi af þessari umræðu er einnig gott að spyrja börnin hvað þau haldi að bókin eigi eftir að segja þeim.