Umræður
Hvaða dýr gera sér hreiður?
Við hvaða aðstæður býr ungviði ýmissa dýra? Þurfa öll dýr á foreldrum sínum að halda á meðan þau eru mjög ung?
Fuglar – hreiðurgerð
Hér er tilvalið að skoða og rannsaka fugla með ýmsum leiðum, svo sem með því að fara í vettvangsferð að vori, t.d. í þeim tilgangi að skoða fuglana og reyna að finna hreiður.
Einnig mætti skoða ljósmyndir af hreiðrum mismunandi fugla, t.d. fuglum sem byggja sér hreiður í trjám, á jörðu niðri eða annars staðar. Hver er munurinn á hreiðri krumma og skógarþrastar eða heiðlóu?
Nýlegar athugasemdir