26-4

Unnið með tónlist og hreyfingu

Börnin koma með hugmynd að dansi hængsins og/eða annarra dýra sem þau þekkja. Hvernig hreyfa hornsíli sig? Hvernig hreyfa fílar, hestar, fuglar eða fiðrildi sig? „Þungar“ eða „léttar“ hreyfingar? „Hraðar“ eða „hægar“ hreyfingar?

Brúðuleikhús

Útbúa hornsíli sem hægt er að nota í brúðuleikhús. Hornsílin er til dæmis hægt að útbúa með því að teikna á þykkan pappír og klippa út og festa þau á granna spýtu eða prik. Einnig er hægt að hafa þau þrívíð með því að útbúa þau úr dagblöðum og pappamassa og mála þau svo.

Hugmyndir að frekari vinnu

Hægt er að finna myndbönd á veraldarvefnum sem sýna ýmislegt í lífsmynstri hornsíla.

Þetta myndband sýnir m.a. hreiðurgerð hængsins og hinn sérkennilega sikk sakk-dans.

Hér er að finna bæði ljósmyndir og myndskeið

Einnig er hægt að nota google leitarvélina með leitarorðunum „Three-spined stickleback“ eða „Gasterosteus aculeatus aculeatus“.