26-2

Foreldrar – fjölskyldur

Hugmynd að verkefni í tengslum við þessa opnu má útfæra á margvíslegan hátt. Til dæmis má nota hana til að fá börnin til að segja frá fjölskyldu sinni, svo sem nöfnum og atvinnu foreldra sinna. Hér mætti einnig fá börnin til að teikna mynd af fjölskyldunni sinni. Í framhaldinu er svo e.t.v. hægt að ræða um fjölbreytileika fjölskyldna.

Líkaminn

Í tengslum við umfjöllun um útlitseinkenni hornsíla má nota tækifærið og velta því fyrir sér hvernig við mannfólkið erum ólík hornsílum?

Hvað er líkt með okkur og hornsílum?

Hvernig myndir þú lýsa útliti þínu? Eða foreldra þinna?