Hér er tilvalið að skoða og velta fyrir sér ýmsu í sambandi við afkvæmi mismunandi dýra. Eru þau sjálfbjarga? Þar sem börn búa í sveit eða þekkja sveitina á annan hátt gætu þau e.t.v. hafa upplifað að lömbin eða kálfarnir standa upp mjög skömmu eftir að þau fæðast. Hvenær fara börn að ganga? Hvað er langt síðan þú fórst að ganga?
Einnig mætti skoða fjölskyldugerð dýra eða orð sem notuð eru yfir karldýr, kvendýr og afkvæmi ýmissa dýra samanber:
- karl – kona – barn
- hængur – hrygna – seiði
- hrútur – ær – lamb
- naut/tarfur – kýr – kálfur
Athugið hvort til séu t.d. einhvers konar borðspil eða púsluspil í leikskólanum sem hægt væri að nýta sem myndrænt hjálpartæki í þetta verkefni. Einnig er e.t.v. hægt að finna ljósmyndir á netinu sem gætu komið að góðum notum.
Á vef húsdýragarðsins, má einnig finna upplýsingar um húsdýr, meðal annars fjölskyldugerðir.
Á sérstökum vef Námsgagnastofnunar um húsdýrin eru einnig ýmsar upplýsingar um þau, ásamt því að þar er hægt að hlusta á hljóðið sem þau gefa frá sér.
Nýlegar athugasemdir