26-9

Árstíðir – breytingar í umhverfinu
Fylgst er með breytingum í umhverfinu með því að fara í vettvangsferðir að tjörninni að hausti, vetri, vori og sumri. Gott er að hafa með sér myndavél og taka ljósmyndir af umhverfinu sem hægt væri að skoða síðar þegar búið er að fara í allar vettvangsferðirnar.

Best væri ef hægt væri að láta börnin taka ljósmyndirnar sjálf, t.d. með einnota myndavélum eða sérstökum myndavélum ætluðum börnum. Þær eru til á sumum leikskólum. Ef ekki er hægt að koma því við að láta börnin taka myndirnar sjálf þarf kennarinn að fá börnin til að ákveða myndefnið að einhverju leyti a.m.k.